Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 17. maí 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
„Auðvitað á hann ekki að gera svona hluti"
Kristall Máni Ingason
Kristall Máni Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sá ekki atvikið er Kristall Máni Ingason fékk að líta rauða spjaldið undir lokin í 3-0 tapinu gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í gær en að þetta sé eitthvað sem hann á eftir að læra af.

Kristall fékk rauða spjaldið fyrir að gefa Davíð Ingvarssyni olnbogaskot undir lok leiks og er því kominn í bann en Kristall hefur verið einn besti maður Víkings í byrjun tímabilsins.

Arnar segir að þetta sé lærdómur fyrir þennan unga leikmann en að hann eigi þó ekki að gera svona hluti.

„Já, klárlega. Hann fékk högg á lærið strax í byrjun leiks og var ekki alveg eins og á af sér að vera. Hann barðist mjög vel en lét skapið hlaupa með sig í gönur í lokin en ég sá þetta ekki."

„Þetta er hluti af lærdómnum. Þetta eru ungir leikmenn og menn eru pirraðir því menn vilja þetta svo mikið en svo sérðu þetta vera að fjara út og þá grípuru til örþrifaráða en auðvitað á hann ekki að gera svona hluti,"
sagði Arnar við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
„Slökum á Blikar ég er ennþá með jafn marga titla og þið"
Damir um rauða spjaldið: Þetta var klárt rautt spjald
Arnar Gunnlaugs: Þetta var ekki 3-0 leikur
Athugasemdir
banner
banner
banner