Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   þri 17. maí 2022 12:09
Elvar Geir Magnússon
Xhaka harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín
„Ef einhver er ekki klár í þessa pressu þá á viðkomandi að vera heima. Þú getur ekki komið hingað og spilað svona," sagði Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, meðal annars í áhugaverðu viðtali eftir að Arsenal tapaði gegn Newcastle í gær.

Vonir Arsenal um að komast í Meistaradeildina eru orðnar afar litlar, liðið þarf að vinna Everton í lokaumferðinni og treysta á að Tottenham tapi gegn föllnu liði Norwich.

Xhaka gagnrýndi liðsfélaga sína harkalega eftir leikinn og sagði að menn væru ekki að höndla pressu og færu ekki eftir fyrirmælum þjálfarans.

Gary Neville telur að Xhaka hafi þarna verið að láta yngri leikmenn liðsins heyra það.

„Hann er að hrauna yfir menn sem deila með honum búningsklefa. Ég veit ekki að hverjum hann beinir þessum orðum en ég vona að það sé ekki að yngri leikmönnum... hann af öllum. Hann hefur verið til skammar nokkrum sinnum á síðustu árum og fengið rauð spjöld að óþörfu," segir Neville.

„Hann segir leikmenn ekki hlusta á leiðbeiningar Mikel Arteta. Þetta er mjög furðulegt viðtal frá Granit Xhaka."

Ian Wright tekur undir þessi ummæli Neville.

„Að segja þetta á þessum tímapunkti hjálpar ekki neinum. Hann er mjög hreinskilinn en þetta eru orð sem þú vilt að séu í klefanum svo leikmenn skilji hvað þeir þurfi að gera fyrir leik. En að segja þetta í viðtali hjálpar engum," segir Wright.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner