Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 17. júní 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barca og Leipzig vilja yngsta leikmann í sögu úrvalsdeildarinnar
Miðjumaðurinn ungi Harvey Elliott verður samningslaus í sumar eftir að hafa hafnað samningstilboði frá Fulham.

Elliott, fæddur 2003, komst í sögubækurnar þegar hann kom inn af bekknum í 1-0 tapi Fulham gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í maí. Hann varð þar með yngsti leikmaður í sögu deildarinnar, aðeins 16 ára og 30 daga gamall.

Elliott er talinn gríðarlega mikið efni og á 8 keppnisleiki að baki fyrir yngri landslið Englands. Enskir fjölmiðlar segja að hann hafi hafnað nýjum samningi hjá Fulham vegna áhuga frá Barcelona og RB Leipzig.

Fulham var stærðfræðilega fallið úr deildinni þegar Elliott fékk að spreyta sig.
Athugasemdir
banner