Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 17. júní 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Delaney segir að danski hópurinn sé þéttari
Simon Kjær, Kasper Schmeichel og Thomas Delaney.
Simon Kjær, Kasper Schmeichel og Thomas Delaney.
Mynd: Getty Images
Thomas Delaney, miðjumaður Danmerkur, segir að hópur Dana sé þéttari eftir atburði síðustu viku.

Christian Eriksen, leikmaður liðsins, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks gegn Finnlandi. Hann fór í hjartastopp en sem betur fer náðist að bjarga lífi hans.

„Það sem gerðist var hræðilegt, en það er gott að vera í þessum hóp," segir Delaney.

Danir hafa fengið áfallahjálp undanfarna daga, en þeir hafa ekki æft á Parken - þar sem Eriksen hneig niður - síðustu daga. Þeir hafa frekar kosið að vera á æfingasvæði sínu. Danska liðið mun fara á Parken fyrir leik og skoða aðstæður.

Danmörk snýr aftur til leiks á EM í dag þegar þeir mæta Belgíu í Kaupamannahöfn.
Athugasemdir
banner
banner
banner