mið 17. júlí 2019 20:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Rúnar Már úr leik - BATE kom til baka
Willum meiddist í upphitun
Rúnar Már og FC Astana eru úr leik.
Rúnar Már og FC Astana eru úr leik.
Mynd: Eyþór Árnason
1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar er að ljúka í kvöld.

Rétt í þessu var að ljúka leikjum hjá FC Astana, liðinu sem Rúnar Már Sigurjónsson leikur með, og BATE Borisov, liðinu sem Willum Þór Willumsson er á mála hjá.

BATE lenti undir á 21. mínútu í kvöld í Póllandi og var undir allt þar til á 82. mínútu þegar varamaðurinn Hervaine Moukam skoraði úr vítaspyrnu. Fimm mínútum síðar tryggði svo Zakhar Volkov BATE 1-2 útisigur og 2-3 sigur alls í einvíginu.

Willum Þór átti að byrja í dag en meiddist í upphitun og því var BATE einungis með sex varamenn í kvöld. Meiðsli Willums ættu ekki að vera alvarleg.

Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði Astana og spilaði fyrstu 81 mínútuna í svekkjandi tapi gegn Cluj í kvöld.

Astana leiddi 1-0 eftir fyrri leikinn og komst í 0-1 í kvöld á 4. mínútu. Cluj svaraði með þremur mörkum og kemst því áfram 3-2 samanlagt.

Þá vann ungverska liðið Ferencvaros óvæntan 2-3 útisgur á Ludogorets í Búlgaríu. Ludogorets var undir eftir fyrri leikinn en var með útivallarmark skorað. Ferencvaros var búið að kvitta fyrir það eftir 21 mínútu með tveimur útivallamörkum í kvöld. Ludogorets náði ekki að koma til baka og Ferncvaros því komið áfram.

Piast Gliwice (Pólland) 1 - 2 BATE (Hvíta-Rússland)
1-0 Jakub Czerwinski ('21 )
1-1 Hervaine Moukam ('82 , víti)
1-2 Zakhar Volkov ('87 )

Ludogorets (Búlgaria) 2 - 3 Ferencvaros (Ungverjaland)
0-1 Igor Kharatin ('17 )
0-2 Michal Skvarka ('21 )
1-2 Georgi Terziev ('24 )
1-3 Tokmac Nguen ('48 )
2-3 Marcel Heister ('69 , sjálfsmark)

Cluj (Rúmenia) 3 - 1 Astana (Kazakhstan)
0-1 Roman Murtazaev ('4 )
1-1 Billel Omrani ('10 )
2-1 Evgeni Postnikov ('26 , sjálfsmark)
3-1 Billel Omrani ('73 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner