mið 17. júlí 2019 12:28
Magnús Már Einarsson
Sebastien Haller til West Ham á metfé (Staðfest)
Mynd: West Ham
West Ham hefur keypt framherjann Sebastien Haller frá Eintracht Frankfurt á 42,5 milljónir punda.

Haller er dýrasti leikmaðurinn í sögu West Ham en fyrra metið var 34 milljónir punda sem félagið borgaði Lazio fyrir miðjumanninn Felipe Anderson í fyrra.

Hamrarnir hafa verið í framherjaleit í sumar og ákváðu að fá Haller eftir að hafa misst af Maxi Gomez framherja Celta Vigo en hann fór til Valencia.

Haller skoraði fimmtán mörk í þýsku Bundesligunni á síðasta tímabili og fimm mörk í Evrópudeildinni þar sem Frankfurt fór í undanúrslit.

Athugasemdir
banner
banner
banner