Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 17. júlí 2021 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Real Madrid að fjármagna kaup á Mbappe - Vinicius Jr. til United?
Florentino Perez forseti Real Madrid ætlar að fjármagna kaup á Kylian Mbappe leikmanni PSG og franska landsliðsins.

Manchester United og Real Madrid eru sögð í viðræðum um kaup United á franska varnarmanninum Raphael Varane frá Madrid.

Síðasta tilboð United er sagt vera 45 milljónir punda en Real vilji 55 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Í þessum viðræðum hefur Madrid einnig boðið United að kaupa brasilíska sóknarmanninn Vinicius Jr. Real vill að minnsta kosti 68.5 milljónir punda fyrir hann. United er tilbúið að fá hann á láni með möguleika á að kaupa hann næsta sumar.

Vinicius er ósáttur við þessi áform forsetans en hann vill vera áfram þar sem nýráðinn þjálfari liðsins Carlo Ancelotti vill halda honum.
Athugasemdir
banner