Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. ágúst 2019 19:43
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola vildi vítaspyrnu: Ótrúlegt að hann hafi ekki dæmt
,,Komust fjórum eða fimm sinnum af eigin vallarhelming
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Josep Guardiola segist vera stoltur af spilamennsku lærisveina sinna eftir 2-2 jafntefli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Manchester City fékk urmul færa í leiknum en náði ekki að gera sigurmarkið. Pep telur sína menn hafa átt skilið að sigra þennan leik.

„Ég er stoltur af því hvernig við spiluðum. Við fengum fullt af færum og hleyptum þeim aðeins í tvö færi. Við áttum skilið að vinna í dag en stundum er fótboltinn svona," sagði Guardiola að leikslokum.

„Þeir komust með boltann úr eigin vallarhelmingi kannski fjórum eða fimm sinnum allan leikinn. Það var svekkjandi að fá mark á sig úr hornspyrnu en það gerist þegar maður spilar á móti liði með góða spyrnu- og skallamenn."

Það var Lucas Moura, einn af minnstu leikmönnum vallarins, sem stangaði jöfnunarmark Tottenham í netið.

Gabriel Jesus kom knettinum í netið í uppbótartíma en markið ekki dæmt gilt eftir nánari athugun með myndbandstækni. Boltinn hafði viðkomu í hendi Aymeric Laporte í aðdraganda marksins.

Það minnir óneitanlega á svipað atvik úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vor þar sem Tottenham hafði betur gegn City.

„Þetta er eins og í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Dómarinn og VAR dæma sigurmarkið af okkur í bæði skiptin. Þetta er í annað skipti sem þetta gerist og það er mjög erfitt að taka því, en svona er þetta.

„Það þarf enn að fullkomna þessa tækni, það þarf að laga hana. Það sást í vikunni þegar Adrian varði vítaspyrnuna. Hann var ekki með fæturnar á línunni þegar spyrnan fór af stað."


Guardiola kvartaði svo undan atviki í fyrri hálfleik sem hefði mögulega átt að vera vítaspyrna. Það virtist vera brotið á Rodri innan teigs en ekkert dæmt.

„Það er ótrúlegt að það hafi ekki verið dæmd vítaspyrna í fyrri hálfleik. Þá var VAR ekki notað en svo var það notað í endanum.

„Ég er viss um að þessi leikur hafi verið góð skemmtun fyrir áhorfendur. Við þurfum að bæta færanýtinguna okkar."


Bæði lið eru með fjögur stig eftir jafnteflið. Man City á næst útileik gegn Bournemouth á meðan Tottenham fær Newcastle í heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner