Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. ágúst 2019 09:50
Ívan Guðjón Baldursson
Hoffenheim að bæta mikið við sig - Robert Skov kominn (Staðfest)
Skov í Ólympíuliði Dana 2016. Hann gerði 30 mörk í 54 deildarleikjum fyrir Kaupmannahöfn.
Skov í Ólympíuliði Dana 2016. Hann gerði 30 mörk í 54 deildarleikjum fyrir Kaupmannahöfn.
Mynd: Getty Images
Hoffenheim hefur verið afar virkt á leikmannamarkaðinum í sumar og er búið að fá til sín tíu nýja leikmenn.

Diadie Samassekou er sá dýrasti og kostar 15 milljónir evra. Hann er 23 ára miðjumaður frá Malí sem hefur verið lykilmaður í liði Red Bull Salzburg undanfarin tvö ár.

Kantmaðurinn Robert Skov er þá kominn frá Kaupmannahöfn fyrir 10 milljónir evra en hann var algjör lykilmaður er félagið vann dönsku deildina á síðustu leiktíð.

Þá er félagið búið að krækja í Ilhas Bebou frá Hannover fyrir 8 milljónir og Sebastian Rudy er kominn á lánssamningi frá Schalke.

Hoffenheim endaði í níunda sæti deildarinnar í vor og á útileik gegn Eintracht Frankfurt í fyrstu umferð nýs tímabils á sunnudaginn. Félagið var aðeins þremur stigum frá Evrópusæti þrátt fyrir að tapa þremur af síðustu fjórum deildarleikjum tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner