Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 17. september 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Souness um Arsenal: Svona spila alvöru lið ekki
Graeme Souness, hér ásamt Kenny Dalglish.
Graeme Souness, hér ásamt Kenny Dalglish.
Mynd: Getty Images
Graeme Souness var ekki skemmt þegar hann horfði á Arsenal spila gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Arsenal komst í 2-0, en liðið spilaði mjög illa í seinni hálfleik og missti frá sér forystuna. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Arsenal var í raun heppið að tapa ekki leiknum.

Sjá einnig:
Keown öskraði á sjónvarpið - Arsenal fékk 23 skot á sig í seinni

Souness, sem er bæði fyrrum leikmaður og þjálfari Liverpool, var sérfræðingur hjá Sky Sports í kringum leikinn.

„Þeir gáfust upp, alvöru lið spila ekki svona," sagði Souness eftir leikinn. „Þeir settu einhverja krakka inn á. Þá var staðan 2-1. Þegar krakkarnir komu inn á, þá var allt út um allt. Þetta var eins og körfuboltaleikur."

„Þeir spila frá aftasta manni og það átti eftir að kosta þá mark, þeir voru heppnir að það bara eitt mark."

„Arsenal í seinni hálfleiknum var ekki eins og atvinnumannalið. Þeir lærðu ekki af mistökum sínum."
Athugasemdir
banner
banner