Það var ekki mikið um færi til að byrja með en síðustu tíu mínúturnar sóttu bæði lið til sigurs. Dominic Solanke var mikið í færunum hjá Bournemouth og þá klikkaði Cole Palmer á frábæru færi fyrir Chelsea.
Neto markvörður Bournemouth og Robert Sanchez markvörður Chelsea voru hins vegar mjög heitir og vörðu vel. Þeir fá sjö í einkunn fyrir frammistöðu sína að mati Sky Sports.
Lewis Cook var maður leiksins en hann fær einnig sjö.
Mykhailo Mudryk og Nicolas Jackson áttu erfitt uppdráttar í dag og fá aðeins fimm í einkunn.
Bournemouth: Neto (7); Aarons (6), Zabarnyi (7), Kelly (7), Kerkez (6); Christie (6), Cook (7); Ouattara (6), Billing (6), Tavernier (6); Solanke (6).
Varamenn: Kluivert (6), Senesi (6), Sinisterra (6), Brooks (Spilaði of lítið)
Chelsea: Sanchez (7); Gusto (6), Disasi (6), Silva (6), Colwill (7); Gallagher (6), Ugochukwu (6); Sterling (7), Fernandez (7), Mudryk (5); Jackson (5).
Varamenn: Palmer (6), Chilwell (Spilaði of lítið), Maatsen (Spilaði of lítið)