Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   þri 17. september 2024 20:03
Brynjar Ingi Erluson
Miðverðir Liverpool sneru taflinu við - „Þetta er vandræðalegt“
Virgil van Dijk kom Liverpool yfir
Virgil van Dijk kom Liverpool yfir
Mynd: EPA
Eftir slaka byrjun hefur Liverpool tekist að snúa taflinu við og er nú með 2-1 forystu gegn Milan í 1. umferð í Meistaradeild Evrópu þegar búið er að flauta til hálfleiks.

Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic skoraði eftir 127 sekúndna leik og kom heimamönnum í forystu en Liverpool tók við sér eftir það.

Mohamed Salah átti tvö sláarskot og þá kom Cody Gakpo sér oft í góðar stöður.

Það voru hins vegar miðverðir Liverpool sem sáu um það að koma liðinu í forystu.

Ibrahima Konate jafnaði metin með skalla eftir aukaspyrnu Trent Alexander-Arnold áður en fyrirliðinn Virgil van Dijk stangaði hornspyrnu Kostas Tsimikas í netið undir lok hálfleiksins.

„Fimm metrar og frír skalli. Þetta er vandræðalegt. Í alvöru talað þá hefur maður aldrei séð annað eins,“ sagði Paul Merson, spekingur á Sky Sports.

Bayern München er að vinna Dinamo Zagreb nokkuð örugglega, 3-0. Harry Kane, Raphael Guerreiro og Michael Olise gerðu mörk Bayern.

Sporting er að vinna Lille, 1-0. Sænska markavélin Viktor Gyökeres skoraði markið og þá var Angel Gomes, leikmaður Lille, rekinn af velli með sitt annað gula spjald undir lok hálfleiksins. Staðan er þá markalaus í leik Real Madrid og Stuttgart.

Bayern 3 - 0 Dinamo Zagreb
1-0 Harry Kane ('19 , víti)
2-0 Raphael Guerreiro ('33 )
3-0 Michael Olise ('38 )

Milan 1 - 2 Liverpool
1-0 Christian Pulisic ('3 )
1-1 Ibrahima Konate ('23 )
1-2 Virgil van Dijk ('41 )

Sporting 1 - 0 Lille
1-0 Viktor Gyokeres ('38 )
Rautt spjald: Angel Gomes, Lille ('40)

Real Madrid 0 - 0 Stuttgart
Athugasemdir
banner
banner
banner