Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 17. október 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Roma að selja Pastore til Kína?
Javier Pastore í leik með Roma
Javier Pastore í leik með Roma
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Roma er opið fyrir því að selja argentínska sóknartengiliðinn Javier Pastore en hann kom til liðsins frá Paris Saint-Germain fyrir ári síðan.

Pastore er 30 ára gamall en hefur haft lítil áhrif á sóknarleik Roma frá því hann kom.

Hann hefur skorað 4 mörk og lagt upp önnur tvö í 22 leikjum og samkvæmt heimildum Calciomercato er Roma meira en opið fyrir því að selja hann.

Samkvæmt heimildum vefmiðilsins þá er mikill áhugi frá Kína en hann gæti farið frá Roma í janúar.

Pastore hafnaði brasilíska liðinu Fluminense í sumar af því hann komst ekki að samkomulagi um launapakkann en það ætti ekki að vera stórmál í Kína.
Athugasemdir
banner
banner
banner