Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 17. október 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Koeman ætlar að gefa Dest sénsinn gegn Getafe
Ronald Koeman, þjálfari Barcelona á Spáni, hefur ýjað að því að bandaríski hægri bakvörðurinn Sergino Dest gæti byrjað gegn Getafe í spænsku deildinni í dag.

Barcelona keypti Dest frá Ajax í glugganum á 21 milljón evra en hann kom inn í hópinn í stað Nelson Semedo sem var seldur til Wolves.

Hann kom inná sem varamaður í 1-1 jafnteflinu gegn Sevilla en gæti nú fengið fyrsta byrjunarliðsleikinn er Börsungar spila við Getafe.

Dest er fyrsti Bandarikjamaðurinn til að spila fyrir Barcelona en Koeman hefur miklar mætur á honum.

„Við vitum að Dest getur spilað hægra megin en hann getur einnig spilað vinstra megin. Alba er ekki alveg 100 prósent fyrir leikinn og því möguleiki að hann spili gegn Getafe," sagði Koeman á blaðamannafundinum í gær.
Athugasemdir
banner