Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 17. október 2020 09:46
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Landsliðið og grannaslagur í enska í útvarpsþættinum
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt Bóas Hinriksson og Magnús Már Einarsson verða við stjórnartaumana í útvarpsþætti Fótbolta.net í dag en Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson eru fjarri góðu gamni.

Útvarpsþátturinn er á X-inu 97,7 milli klukkan 12 og 14 eins og alla aðra laugardaga.

Íslenska landsliðið skipar stóran sess í þætti morgundagsins. Kristján Guðmundsson kemur í heimsókn og ræðir landsleikina þrjá sem fóru fram á Laugardalsvelli á dögunum sem og stórleikinn sem er framundan gegn Ungverjum í nóvember.

Davíð Snorri Jónasson, þjalfari U17 ára landsliðsins, verður á línunni en hann var óvænt á hliðarlínunni í landsleiknum gegn Belgum þar sem Erik Hamren og Freyr Alexandersson voru í sóttkví.

Fylgst verður með grannaslag Everton og Liverpool í hádeginu og Kristján Atli Ragnarsson, stuðningsmaður Liverpool, verður á línunni að leik loknum.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner