Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. október 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Santos riftir við Robinho eftir þrýsting frá styrktaraðilum
Robinho fær ekki að spila með Santos
Robinho fær ekki að spila með Santos
Mynd: Getty Images
Brasilíska félagið Santos hefur komist að samkomulagi við Robinho um að rifta samningnum sem hann gerði á dögunum en félagið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við hann.

Robinho ólst upp hjá Santos og gerði vel með liðinu áður en hann hélt til Evrópu og spilaði með liðum á borð við Real Madrid, Milan og Manchester City auk þess sem hann spilaði í Tyrklandi og Kína.

Hann gerði á dögunum fimm mánaða samning við Santos en helstu styrktaraðilar félagsins voru afar ósáttir við félagaskiptin og ákvað einn þeirra, Orthopride, að rifta samningnum við Santos.

Ástæðan er sú að Robinho var dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu fyrir að nauðga konu en Brasilíumaðurinn áfrýjaði og er beðið eftir niðurstöðu.

Santos og Robinho hafa því komist að samkomulagi um að rifta samningnum og ljóst að hann mun ekki spila með liðinu á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner