Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. október 2020 21:19
Victor Pálsson
Solskjær: Klikkað að tala um krísu
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var ánægður með frammistöðu hans manna í kvöld gegn Newcastle.

Man Utd lenti undir á St. James' Park en svaraði með fjórum mörkum og fagnaði sigri í annað sinn á tímabilinu.

Það hefur mikið verið talað um krísu í herbúðum Rauðu Djöflana eftir erfiða byrjun en Solskjær segir klikkað að umræðan sé komin svo langt.

„Við vinnum í því að svara gagnrýnendum en ég myndi ekki segja að það verkefni sér búið í kvöld," sagði Solskjær.

„Þetta er klikkað því við erum búnir að spila þrjá leiki á tímabilinu og fólk talar um risastóra krísu."

Norðmaðurinn tjáði sig einnig um fyrirliðann Harry Maguire sem hefur átt erfiða undanfarna daga og vikur.

„Harry Maguire var frábær í dag að mínu mati, hann skoraði mark og sýndi leiðtogahæfileika. Við erum ánægð fyrir hans hönd, hann hefur átt nokkrar erfiðar vikur."

Solskjær staðfesti einnig að Paul Pogba hafi byrjað á bekknum vegna smávægilegra bakmeiðsla sem hann hlaut í landslisverkefni Frakklands.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner