Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. október 2020 16:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Werner: 50% glaður, 50% ekki
Mynd: Getty Images
„Ég er ánægður með mörkin en ég vil vinna leikinn. Ég er 50% glaður, 50% ekki," sagði Timo Werner sem skoraði tvö marka Chelsea í 3-3 jafntefli gegn Southampton.

Mörkin voru fyrstu mörk Werner í úrvalsdeildinni. Jafnteflið var annað 3-3 jafntefi Chelsea á þessari leiktíð.

„Þegar þú færð á þig mark rétt fyrir hálfleik gerir það hlutina erfiða. Þú þarft að hreinsa á þér hausinn. Southampton pressuðu okkur og við gáfum þeim of mikið þegar kemur að tækifærum. Við verðum að vinna þennan leik," sagði Werner.

„Ég veit ekki hvort það sé vandamál innan okkar raða en í síðustu þremur leikjum höfum við fengið á okkur sex mörk sem er eitthvað sem við viljum ekki og of mikið fyrir titilbaráttu. Í Þýskalandi er talað um að vörn vinni titla. Ef við fáum svona mörg mörk á okkur verður erfitt að vinna leiki og titla."
Athugasemdir
banner
banner
banner