Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. október 2021 15:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amanda með tvö mörk og stoðsendingu - Aron lagði upp
Amanda Andradóttir
Amanda Andradóttir
Mynd: Guðmundur Svansson
Íslendingar voru í eldlínunni í evrópuboltanum í dag.

Í norska kvennaboltanum vann Valerenga stórsigur gegn Arna-Bjornar 8-0. Staðan var aðeins 2-0 í hálfleik þá kom Amanda inná, hún fór hamförum og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt til viðbótar. Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliðinu.

Í efstu deild í Dannmörku mættst OB og Randers. Aron Elís Þrándarsson var í byrjunarliðinu en hann lagði upp eina mark OB eftir tæplega 20 mínútna leik. Randers sigraði 2-1.

Í næst efstu deild mistókst Lyngby að komast á toppinn. 1-1 gegn Hobro sem er í næst neðsta sæti en Lyngby jafnaði á lokamínútunni. Lyngby er þrem stigum frá toppnum en á leik til góða. Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliðinu en Freyr Alexanderson er þjálfari liðsins.

Celtic mistókst að komast á toppinn í skosku úrvalsdeildinni en liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Spartans. María Catharina Ólafsdóttir Gros lék í klukkutíma fyrir Celtic.
Athugasemdir
banner
banner