Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 17. október 2021 21:30
Victor Pálsson
Helgi um ákvörðunina að halda áfram: Fann það strax að ég gat náð mér góðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Helgi Valur Daníelsson er búinn að ákveða það að leggja skóna á hilluna en hann tók þá ákvörðun á tímabilinu sem er nú lokið þar sem Fylkismenn féllu úr efstu deild.

Margir bjuggust við því að Helgi myndi hætta sumarið 2020 en hann fótbrotnaði þá illa í byrjun móts og spilaðio aðeins þrjá leiki það sumar.

Helgi ræddi þá ákvörðun að halda áfram í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá en hann lék svo 18 leiki með Fylki í sumar og skoraði í þeim eitt mark.

Miðjumaðurinn sneri aftur á völlinn 2018 eftir þriggja ára pásu en hann endaði atvinnumannaferilinn með AGF í Danmörku árið 2015 eftir eitt ár hjá félaginu.

Helgi er fertugur að aldri í dag en hann lék 33 landsleiki fyrir Ísland frá 2001 til 2014. Hann lék fyrir lið eins og Peterborough, Elfsborg, AIK og Belenenses á ferlinum.

„Ég var aldrei alveg búinn að ákveða neitt og tók eitt tímabil í einu. Fyrst þegar ég hingað eftir þessi þrjú ár í pásu þá reif ég festingu í lærinu og náði að spila eitthvað hálf meiddur en ákvað að fara ekki í aðgerð því þetta væri mögulega síðasta tímabilið, í stað þess að missa af öllu tímabilinu þá gæti ég gert eitthvað,“ sagði Helgi í þættinum.

„Svo ákvað ég að taka eitt ár í viðbót og það gekk bara fínt, 2019 og ég var spenntur fyrir 2020 og fékk leyfi frá konunni að taka eitt tímabil í viðbót því mér fannst þetta bara mjög gaman og fannst ég alveg geta það. Svo auðvitað brýt ég fótinn þarna, miklu verr en ég ímyndaði mér fyrst. Þá var ég svo svekktur að hafa misst af tímabilinu, ég spilaði tvo leiki og meiddist og fannst svo gaman að vera í kringum klúbbinn og mætti því á allar æfingar.“

„Ég fann það strax að ég gat náð mér þokkalega góðum og náði æfingu í október fyrir lok tímabilsins. Þetta gekk mjög hratt fyrir sig, þetta leit ekki vel út fyrst og ég þurfti að bíða lengi eftir aðgerðinni þar sem þeir voru ekki alveg vissir hvað þeir ættu að gera. Ég hef í raun ekkert fundið fyrir þessu þannig séð sem er ótrúlegt.“

„Ég missti af undirbúningstímabilinu í vetur og var lengi að komast í venjulegt form. Mér var illt og gat ekki hlaupið það hratt til að koma mér í form. Núna finnst mér þetta vera komið gott. Konan er að fara að vinna í Englandi og ég hef nú fengið að stjórna ferðinni með minn feril og mér fannst réttast að hún fengi að ákveða og fara aftur í sinn heimabæ.“


Athugasemdir
banner
banner