Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 17. október 2021 20:31
Victor Pálsson
Hólmar Örn lagði upp gegn Valerenga - Ísak spilaði allan leikinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hólmar Örn Eyjólfsson lagði upp mark í Noregi í dag er Rosenborg og Valerenga áttust við í skemmtilegum lokaleik dagsins.

Hólmar spilaði allan leikinn í leiknum sem lauk með 2-2 jafntefli og lék Viðar Örn Kjartansson einnig allan leikinn með Valerenga.

Varnarmaðurinn lagði upp annað mark Rosenborg á 58. Mínútu en liðið var þá einum færri eftir rautt spjald á aðeins 42. mínútu. Valerenga jafnaði svo metin þegar 22 mínútur voru eftir.

Í Danmörku fékk Ísak Bergmann Jóhannesson að líta gula spjaldið er FC Kaupmannahöfn gerði 1-1 jafntefli við Sönderjyske.

Ísak spilaði allan leikinn í þessu jafntefli þar sem FCK klikkaði á vítaspyrnu í blálokin til að tryggja sigur.

Andri Fannar Baldursson og Hákon Arnar Haraldsson voru allan tímann á varamannabekknum að þessu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner