Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður Hattar kvartar yfir hómófóbískum ummælum
Ryan Allsop
Ryan Allsop
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Ryan Allsop, markvörður Wycombe Wanderers í ensku C-deildinni, lagði inn formlega kvörtun vegna hómófóbískra ummæla sem hann varð fyrir af hálfu stuðningsmanna Tranmere Rovers í dag.

Allsop er 27 ára gamall og kom til Wycombe frá Bournemouth árið 2018 en það ættu einhverjir Íslendingar að kannast við hann, enda spilaði hann með Hetti í 1. deildinni árið 2012 áður en hann hélt til Leyton Orient.

Hann var afar ósáttur við hegðun stuðningsmanna Tranmere í leiknum í dag en þeir létu falla hómófóbísk ummæli í hans garð og kvartaði hann í dómara leiksins.

„Ef þetta er rétt þá er ljóst að þarna eru einhverjir hálfvitar á ferð. Hvort sem þetta er rasismi eða hómófóbía eða hvað sem þetta er þá verðum við að tækla þetta," sagði Gareth Ainsworth, stjóri Wycombe.

„Ég verð gefa Ryan Allsop það að hann var hugrakkur til að standa upp og segja frá þessu. Þannig erum við og ég mun styðja hann í einu og öllu," sagði hann í lokin.

Allsop, sem er kvæntur og á barn, kærði sig ekki um þessa fordóma á leiknum og að slík hegðun eigi ekki að líðast.
Athugasemdir
banner
banner
banner