Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. nóvember 2019 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Elías spilaði allan leikinn í sex marka jafntefli
Elías í landsleik.
Elías í landsleik.
Mynd: Getty Images
Elías Már Ómarsson var í byrjunarliðinu hjá Excelsior gegn Den Bosch í hollensku B-deildinni í dag.

Keflvíkingurinn var í byrjunarliðinu og spilaði alveg þangað til dómarinn flautaði til leiksloka.

Excelsior komst þrisvar yfir í leiknum, en náði ekki að landa sigrinum. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli. Ruben Rodriguez jafnaði í þriðja sinn fyrir Den Bosch á 84. mínútu leiksins.

Excelsior hefur spilað 15 leiki í deildinni og er í fimmta sætinu með 25 stig, fimm stigum frá toppliði Cambuur.

Excelsior féll úr hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner