lau 18. janúar 2020 16:39
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Newcastle og Chelsea: Kante kominn aftur
Mynd: Getty Images
Newcastle tekur á móti Chelsea í síðasta leik dagsins í enska boltanum. Byrjunarlið beggja liða hafa verið staðfest.

Steve Bruce gerir fjórar breytingar á liðinu sem gerði 1-1 jafntefli við Wolves um síðustu helgi. Longstaff bræðurnir fara á bekkinn og kemur Jonjo Shelvey aftur inn á miðjuna.

Frank Lampard skiptir aðeins út einum leikmanni eftir öruggan 3-0 sigur gegn Burnley um síðustu helgi.

N'Golo Kante kemur aftur inn í byrjunarliðið í stað Ross Barkley sem fer á bekkinn. Kante missti af síðustu tveimur leikjum Chelsea vegna meiðsla.

Chelsea er í fjórða sæti deildarinnar með 39 stig eftir 22 umferðir. Newcastle er í neðri hlutanum með 26 stig.

Newcastle: Dubravka, Krafth, Clark, Lascelles, Fernandez, Willems, Shelvey, Hayden, Almiron, Saint-Maximin, Joelinton
Varamenn: Darlow, Schär, Ritchie, Lejeune, Atsu, S. Longstaff, M. Longstaff

Chelsea: Kepa, James, Rüdiger, Christensen, Azpilicueta, Kante, Jorginho, Mount, Willian, Hudson-Odoi, Abraham
Varamenn: Caballero, Zouma, E. Palmieri, Barkley, Kovacic, Pedro, Batshuayi
Athugasemdir
banner
banner