Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. janúar 2020 17:16
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Jón Daði skoraði gegn sínum gömlu félögum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson kom inn af bekknum er Millwall fékk Reading í heimsókn í Championship deildinni í dag.

Jón Daði kom inn á 79. mínútu í stöðunni 1-0 og innsiglaði hann sigur heimamanna skömmu eftir innkomuna. Þetta er fyrsta deildarmark Jóns Daða á tímabilinu en hann er einnig búinn að gera þrjú mörk í tveimur leikjum í deildabikarnum.

Þetta hefur verið einstök tilfinning fyrir Jón Daða því hann var seldur frá Reading til Millwall síðasta sumar.

Millwall hefur gengið afar vel að undanförnu og er liðið í umspilsbaráttu. Reading er átta stigum fyrir neðan.

Millwall 2 - 0 Reading
1-0 Matt Smith ('71 )
2-0 Jon Dadi Bodvarsson ('82 )

Brentford missti þá af tækifærinu til að minnka forystu Leeds United og West Bromwich Albion á toppi Championship deildarinnar með því að gera jafntefli við Huddersfield.

Brentford er því áfram í fjórða sæti deildarinnar, fimm stigum frá Leeds sem tapaði fyrir QPR fyrr í dag.

Swansea er komið upp í fimmta sæti eftir sigur gegn Wigan og er Bristol City aðeins einu stigi þar á eftir eftir annan sigurinn í röð í deildinni.

Jude Bellingham skoraði eina mark Birmingham í 1-1 jafntefli gegn Cardiff City. Manchester United er á höttunum eftir ungstirninu.

Birmingham 1 - 1 Cardiff City
1-0 Jude Bellingham ('4 )
1-1 Lee Tomlin ('63 )

Bristol City 1 - 0 Barnsley
1-0 Niclas Eliasson ('87 )

Derby County 1 - 0 Hull City
1-0 Matt Clarke ('64 )

Huddersfield 0 - 0 Brentford

Preston NE 2 - 1 Charlton Athletic
0-1 Andre Green ('5 )
1-1 Joshua Andrew Harrop ('31 )
2-1 Patrick Bauer ('52 )

Sheffield Wed 0 - 5 Blackburn
0-1 Lewis Holtby ('19 )
0-2 Cameron Dawson ('36 , sjálfsmark)
0-3 Lewis Holtby ('45 )
0-4 Darragh Lenihan ('48 )
0-5 Sam Gallagher ('90 )
Rautt spjald: Massimo Luongo, Sheffield Wed ('24)

Swansea 2 - 1 Wigan
0-1 Nathan Byrne ('16 )
1-1 Rhian Brewster ('19 )
2-1 Andre Ayew ('67 )
Athugasemdir
banner
banner
banner