Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. janúar 2020 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson fannst frammistaðan í dag betri
Roy Hodgson.
Roy Hodgson.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, stýrði sínu liði í 2-2 jafntefli gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag.

Hodgson virðist hafa gott tak á City-liðinu á Etihad-vellinum. Á síðustu leiktíð vann Palace 2-1 sigur á City á Etihad. Hodgson er á því að frammistaðan í dag hafi verið betri en í þeim leik.

„Mér fannst frammistaðan í dag betri. Við vorum með mikið sterkara lið í leiknum á síðustu leiktíð. Margir þeirra leikmanna eru á meiðslalistanum."

Hodgson var ánægður með þá VAR-ákvörðun að gefa City ekki víti eftir að boltinn fór í hendi Jairo Riedewald innan teigs. Dómarinn dæmdi víti, en þeirri ákvörðun var breytt eftir VAR-skoðun.

„Það á bara að dæma hendi þegar leikmaður handleikur boltann viljandi," segir Hodgson sem er með Palace í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner