Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 18. janúar 2020 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jóns og Atli Barkar í Víking (Staðfest)
Ingvar Jónsson og  Atli Barkarson spila með Víkingi næstu árin.
Ingvar Jónsson og Atli Barkarson spila með Víkingi næstu árin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík var að staðfesta stærstu félagaskipti vetursins en þeir Ingvar Jónsson og Atli Barkarson eru gengnir til liðs við félagið. Þeir gerðu báðir samning til þriggja ára við félagið.

Ingvar ættu allir landsmenn að þekkja en hann er þrítugur hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár þar sem hann hefur spilað 8 leiki. Hann var síðast í landsliðshópnum í október þegar Ísland mætti heimsmeisturum Frakka og Andorra í undankeppni EM2020.

Ingvar yfirgaf danska félagið Viborg þegar samningur hans við félagið rann út um áramótin en hann hafði staðfest við Fótbolta.net í október að hann hafi rætt við íslensk félög. Hann var meðal annars orðaður við FH en Víkingur hreppti hann í dag.

Víkingar eru fyrir með markvörðinn Þórð Ingason sem mun keppa við Ingvar um byrjunarliðssætið í sumar.

Atli Barkarson er 19 ára gamall og kemur frá Fredrikstad í Noregi. Hann er uppalinn hjá Völsungi en fór 16 ára gamall til Norwich á Englandi þar sem hann spilaði með unglingaliðumí tvö ár.

Hann er vinstri bakvörður og hefur spilað 29 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk.

Arnar Gunnlaugsson þjálfar Víkinga áfram á komandi tímabili en hann gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra. Hann hefur áður fengið framherjann efnilega Helga Guðjónsson frá Fram fyrr í vetur.

Víkingar hafa misst sjö leikmenn, Guðmundur Andri Tryggvason og Kwame Quee sneru til baka úr lánum, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson fór í Kórdrengi og nafni hans, Gunnlaugur Hlynur Birgisson í Þrótt auk þess sem James Mack, Rick Ten Voorde og varamarkvörðurinn Francisco Marmolejo hafa yfirgefið félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner