Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. janúar 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá fyrsti til að skoða skjáinn í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Paul Tierney varð í dag fyrsti dómarinn til að nota VAR-skjá í ensku úrvalsdeildinni. Það gerði hann til þess að skoða hvort að Ben Godfrey, varnarmaður Norwich, verðskuldaði rautt spjald.

Eftir að hafa skoðað atvikið í VAR komst Tierney að þeirri niðurstöðu að gefa Godfrey rautt spjald.

Smelltu hérna til að sjá fyrir hvað Godfrey fékk rautt spjald.

Sagt var frá því í gær að dómarar í ensku úrvalsdeildinni hefðu fengið skilaboð þess efnis að þeir eigi að fara sjálfir að VAR skjánum á völlunum þegar tekin er ákvörðun um rauð spjöld.

Michael Oliver notaði VAR skjáinn í bikarleik Crystal Palace og Derby. Hann breytti þá gulu spjaldi Luka Milivojevic í rautt. Í þannig tilfellum eiga dómarar nú að nota VAR skjáinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner