Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagbjört frá Völsungi í Víking (Staðfest)
Dagbjört í leik með Völsungi gegn Gróttu.
Dagbjört í leik með Völsungi gegn Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Víkingur Reykjavík hefur samið við Dagbjörtu Ingvarsdóttur sem kemur til félagsins frá Völsungi á Húsavík.

Dagbjört, sem er fædd 1996, hefur allan sinn feril leikið með Völsungi, en hún lék sína fyrstu keppnisleiki í meistaraflokki á 16. aldursári árið 2012.

Í fyrra lék hún 17 leiki og skoraði eitt mark þegar Völsungur féll úr Lengjudeildinni.

Dagbjört, sem spilar í vörn og á miðju, mun spila áfram í Lengjudeildinni en með Víkingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner