Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   lau 18. janúar 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Camavinga spilaði meiddur og verður frá næstu vikurrnar
Eduardo Camavinga, leikmaður Real Madrid, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla.

Camavinga fann fyrir eymslum aftan í læri í framlengingunni í sigri Real Madriid gegn Celta Vigo í vikunni en hann kláraði leikinn.

Hann fór í skoðun eftir leikinn og vöðvameiðsli komu í ljós en búist er við því að hann verði fjarverandi næstu þrjár vikurnar.

Hann mun því væntanlega missa af leikjum gegn Las Palmas, RB, Valladolid og Espanyol í deildinni og Salzburg og Brest í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner