Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 18. febrúar 2020 16:00
Elvar Geir Magnússon
Meiðslalisti Valencia langur fyrir leikinn gegn Atalanta
Alessandro Florenzi, Gabriel Paulista, Ezequiel Garay og fleiri eru á meiðslalista Vanecia sem leikur fyrri leik sinn gegn Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

Leikurinn er heimaleikur Atalanta en verður spilaður á San Siro í Mílanó þar sem heimavöllur Atalanta uppfyllir ekki skilyrði UEFA.

Francis Coquelin, Rodrigo, Manu Vallejo og Cristiano Piccini eru líka fjarri góðu gamni fyrir leikinn.

Þá er markvörðurinn Jasper Cillessen tæpur en hann hefur ekkert spilað síðan 7. desember vegna meiðsla á mjöðm.
Athugasemdir
banner