Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 18. febrúar 2024 15:09
Brynjar Ingi Erluson
De Zerbi um áhuga Barcelona og Liverpool: Fyllist stolti
Mynd: EPA
Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, segir það algeran heiður fyrir hann að heyra af áhuga Barcelona og Liverpool.

Xavi mun hætta með Barcelona eftir þetta tímabil og þá er sömu sögu að segja af Jürgen Klopp hjá Liverpool.

De Zerbi er einn af þeim sem koma til greina að taka við keflinu af þeim, en hann ræddi þetta við Sky Sports í dag.

„Okkur finnst við geta skrifað annan hluta af sögu Brighton, en það er alger heiður að heyra af áhuga stórliða. Ég er stoltur, en mín einbeiting er á vinnunni minni þar sem ég tek einn dag í einu,“ sagði De Zerbi.

„Á ferli mínum væri ég til í að berjast um að vinna ensku úrvalsdeildina, Seríu A, þýsku deildina, La Liga og Meistaradeildina, en það er enginn tímarammi á hvenær það á að gerast eða hvort ég þurfi að bíða aðeins.“

De Zerbi er fæddur og uppalinn á Ítalíu. Hann spilaði með unglingaliðum Milan og hefur stutt liðið frá blautu barnsbeini, en það væri draumur fyrir hann að geta snúið aftur til heimalandsins.

„Milan er ekki venjulegur klúbbur fyrir mér því sem leikmaður var ég fæddur inn í Milan. Ég verð ævinlega þakklátur Milan. Ég elska land mitt og ítalskan fótbolta og það er klárlega eitt af mínum markmiðum að snúa aftur og vinna þar, en ég veit ekki hvenær það mun gerast,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner