Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 18. mars 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Búlgarskar landsliðskonur í Sindra (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Sindri
Búlgörsku landsliðskonurnar, Veronika Gotseva og Inna Dimova, spila með Sindra í 2. deildinni í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Veronika er 29 ára gömul og spilar stöðu miðjumanns. Á síðasta ári var hún valin besti leikmaður búlgörsku deildarinnar og mikill styrkur fyrir Sindra að næla í hana.

Hún er þá fastamaður í búlgarska landsliðinu eins og Inna, sem er 25 ára gömul.

Inna er framherji sem getur spilað allar sóknarstöður.

Félagið er greinilega staðráðið í að gera betur en í fyrra. Sindri hafnaði í 8. sæti deildarinnar og komst ekki í meistarariðil.
Athugasemdir
banner
banner