Þróttur hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir átökin í Inkasso-deildinni og Mjólkurbikarnum.
Enski miðjumaðurinn Archie Nkumu, fyrrum leikmaður KA, er kominn í Laugardalinn. Þessi 26 ára leikmaður er uppalinn hjá Chelsea og hefur leikið með KA undanfarin ár. Hann lék 19 leiki í Pepsi-deildinni og bikarnum með liðinu á síðasta tímabili.
„Samningur Archie og Þróttar gildir út keppnistímabilið og er ljóst að um góðan liðsstyrk er að ræða fyrir komandi baráttu. Við bjóðum Archie velkominn í hjartað í Reykjavík. Lifi…..!" segir á heimasíðu Þróttar.
Nkumu gekk í raðir félags í ensku utandeildinni í janúar en er kominn aftur til Íslands.
Þá hefur Rafael Victor, 22 ára gamall portúgalskur framherji, einnig samið við Þróttara. Victor kemur frá ARC Oleiros í Portúgal þar sem hann hefur verið iðinn við markaskorun. Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2019. Rafael Alexandre Romão Victor heitir hann fullu nafni.
Þróttarar höfnuðu í 5. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra en það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í vetur þegar Gunnlaugur Jónsson lét af störfum. Aðstoðarmaður hans, Þórhallur Siggeirsson, var gerður að aðalþjálfara
Athugasemdir