Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. apríl 2021 22:30
Aksentije Milisic
Stóru félögin staðfesta fyrirhugaða ofurdeild - Sex frá Englandi
Mynd: Getty Images
„AC Milan, Arsenal , Atlético, Chelsea, Barcelona, Inter, Juventus, Liverpool, Man City, Man Utd, Real Madrid og Tottenham hafa öll samþykkt það að koma á fót nýrri keppni, Ofurdeildin," segir í yfirlýsingu frá Ofurdeildinni í kvöld.

„Búist er við því að þrjú félög til viðbótar muni bætast við í hópinn og er búist við því að tímabilið hefjist sem fyrst."

Þá hafði hinn umdeildi Joel Glazer þetta að segja.

„Með því að koma saman stærstu félögunum og stærstu leikmönnum heims í eina deild, til að spila við hvert annað, þá mun Ofurdeildin hefja nýjan kafla í Evrópskum fótbolta. Hún mun tryggja samkeppni og aðstöðu á heimsmælikvarða, og auka fjárhagslegan stuðning við breiðari pýramída."

Samböndin eru mjög á móti þessum áformum félaganna og ætla að banna þeim að taka þátt í deildarkeppnum heima fyrir ef þau halda því til streitu að stofna deildina.

Þá ætla UEFA og FIFA að banna leikmönnum sem taka þátt í deildinni að taka þátt í landsleikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner