Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   fös 18. apríl 2025 21:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim: Svo ánægður fyrir hönd Onana
Mynd: EPA
Andre Onana, markvörður Man Utd, snéri aftur í liðið í gær þegar liðið vann ótrúlegan sigur á Lyon eftir framlengdan leik í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Onana hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu og þá sérstaklega eftir fyrri leikinn gegn Lyon þar sem hann gerði tvö slæm mistök í 2-2 jafntefli.

Hann var hvíldur gegn Newcastle um síðustu helgi en mætti aftur í markið í gær. Þrátt fyrir að hafa fengið fjögur mörk á sig í leiknum var Rúben Amorim hrikalega ánægður með hann.

„Onana gerði mjög vel, hann átti góðan leik og verður að halda því áfram," sagði Amorim.

„Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd því þetta hafa verið erfiðir tíma en við höldum áfram og nú verður hann að vera tilbúinn fyrir næsta leik."
Athugasemdir
banner
banner