Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 18. maí 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Uppalinn KR-ingur utan hóps í gær - „Þetta er alltaf leiðinlegt"
Hjalti var utan hóps.
Hjalti var utan hóps.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, glímir við ákveðið vandamál hjá KR. Hann er með sterkan leikmannahóp og hefur að undanförnu unnið í því að stækka hópinn.

Hann lánaði Oddi Inga Bjarnason en fékk inn Finn Tómas Pálmason og Kjartan Henry Finnbogason undir lok félagaskiptagluggans. Þá sneri Kristján Flóki Finnbogason til baka í gær eftir meiðsli.

Það varð til þess að það var ekki pláss á bekknum fyrir Hjalta Sigurðsson. Hjalti er tvítugur KR-ingur sem leyst hefur hægri bakvarðarstöðuna.

Hjalti var í hópnum í fyrstu þremur umferðunum en þurfti að víkja í gær.

Rúnar Kristinsson var spurður út í hópinn í viðtali eftir leikinn í gær. Er erfitt að taka menn út úr hópnum?

„Já, það er alltaf erfitt. Ég get ekki sagt að ég sé í sömu stöðu og Breiðablik og Valur, sem þurfa að vera kannski með 3-4 Pepsi-deildar leikmenn upp í stúku í hverjum leik. Þetta er alltaf óþægilegt, ég hef verið í þessari stöðu áður og þetta er alltaf leiðinlegt."

„Hjalti er búinn að standa sig vel, við erum að reyna að gefa honum mínútur og gera hann að betri fótboltamanni. Bæði af því hann er góður fótboltamaður og líka af því hann er uppalinn KR-ingur,"
sagði Rúnar við Baldvin Má Borgarsson, fréttaritara Fótbolta.net.

„Það er bara þannig að við þjálfararnir verðum að velja og í þetta sinn var það Hjalti sem þurfti að bíta í það súra."

„Það er leiðinlegt en svona er þetta, það er samkeppni um þetta allt,"
sagði Rúnar. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Rúnar Kristins: Þeir áttu ekki skot á markið okkar í fyrri hálfleik
Athugasemdir
banner
banner
banner