Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. maí 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
F/H/L vann Kjarnafæðimótið
Mynd: Kjarnafæði
Þann 10. maí fór fram viðureign sameiginlegs liðs Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar á móti Völsungi. Liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna en á sama tíma var leikurinn einnig síðasti leikur Kjarnafæðimótsins.

Leikur liðanna átti að fara fram fyrrr í vetur en aldrei náðist að spila leikinn vegna covid smitra og þá fór Völsungur langt í Lenjgubikarnum.

F/H/L vann leikinn 4-0 og dugði það til að vinna mótið. Liðið endaði efst á markamun, með einu marki betri markatölu en Þór/KA sem endaði í 2. sæti mótsins. Tindastóll endaði í þriðja sæti og Völsungur í fjórða sæti.

Þær Linli Tu og Yolanda Bonnin Rosello sáu um markaskorunina í leiknum, skoruðu báðar tvö mörk.

Á meðfylgjandi mynd má sjá dómarann Guðgeir Einarsson afhenda Steinunni Lilju Jóhannesdóttur verðlaunagripinn sem í boði var fyrir það lið sem vann mótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner