Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. maí 2022 19:17
Brynjar Ingi Erluson
Umboðsmaður Lewandowski keypti tíu Barcelona treyjur
Robert Lewandowski
Robert Lewandowski
Mynd: EPA
Pini Zahavi, umboðsmaður pólska framherjans Robert Lewandowski, er staddur í Barcelona þessa stundina en hann hefur verið í viðræðum við Börsunga síðustu daga vegna framtíð leikmannsins.

Lewandowski, sem er 33 ára gamall, ætlar ekki að framlengja samning sinn við Bayern München og vill komast sem allra fyrst til Barcelona.

Þýska félagið hefur engan áhuga á að selja hann í sumar og ætlar að leyfa honum að klára samninginn en eitthvað virðist vera að gera í viðræðum Lewandowski við Barcelona.

Zahavi er staddur í Barcelona og er í viðræðum við félagið en hann sást í verslun félagsins í dag. Þar keypti hann tíu Barcelona-treyjur og því allar líkur á því að Barcelona hafi náð samkomulagi við Bayern um kaupverð.

Spænski blaðamaðurinn Gerard Romero birtir myndband úr versluninni. Romero er yfirleitt með allt á hreinu þegar það kemur að Barcelona, þó það sjáist lítið hvað er verið að merkja á þessu myndbandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner