Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 18. maí 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Verður Phillips leikmaður Man City í sumar?
Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds og enska landsliðsins, er orðaður við Englandsmeistara Manchester City.

Mirror segir að Pep Guardiola hafi áhuga á að fá Phillips sem mögulegan arftaka hins brasilíska Fernandinho sem yfirgefur félagið í lok tímabilsins, eftir níu ára dvöl.

Að auki er talið líklegt að Ilkay Gundogan færi sig um set í sumar svo mögulega mun City bæta tveimur miðjumönnum við.

Njósnarar Manchester City hafa fylgst grannt með Phillips í sumar og er ljóst að þessi 26 ára leikmaður verður fáanlegur ef Leeds fellur á sunnudaginn þegar lokaumferðin fer fram.

Tilboðum frá Aston Villa og West Ham í Phillips var hafnað í janúarglugganum og þá hefur hann verið orðaður við Manchester United en hefur sagt sínum nánustu að það sé ekki mögulegt að hann geti farið til Man Utd. Phillips er Leedsari út í gegn og mikill rígur milli Leeds og Man Utd.

Það yrði erfitt fyrir Phillips að yfirgefa Leeds en er meðvitaður um að feril síns vegna hefur hann ekki um annað að velja en að færa sig um set ef Leeds fer niður.

Real Madrid og Paris Saint Germain hafa einnig sýnt Phillips áhuga en hann vill víst halda áfram í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner