mið 18. maí 2022 21:57
Brynjar Ingi Erluson
Verratti vill ekki missa Mbappe til Real Madrid - „Varð flökurt"
Kylian Mbappe og Marco Verratti
Kylian Mbappe og Marco Verratti
Mynd: EPA
Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti getur ekki beðið eftir að samherji hans í Paris Saint-Germain, Kylian Mbappe, ákveði framtíð sína en hann segir þetta í viðtali við Le Parisien.

Mbappe mun á næstu dögum tilkynna ákvörðun um framtíð sína en það er svo gott sem klárt að hann gangi til liðs við Real Madrid í sumar á frjálsri sölu.

Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta mál. PSG hefur allan tímann sagt að hann yrði áfram á meðan Madrídingar voru vissir um að hann myndi vilja spila á Spáni.

„Þetta mun hafa áhrif á félagið, hver sem ákvörðun hans verður. Hann er einn besti leikmaður heims um þessar mundir og við viljum allir halda honum hér. Þú talar ekkert um svona erfiðar ákvarðanir í fótbolta."

„Þetta er hans ákvörðun og ég er að bíða eins og þú,"
sagði Verratti en honum varð flökurt þegar hann sá mynd af liðsfélaga sínum í Madríd á dögunum.

„Þegar það var frídagur þá fékk ég tilkynningu í símann og þar var sagt að Kylian væri í Madríd. Mér varð flökurt," sagði Verratti og hló en Mbappe útskýrði það fyrir honum og sagðist bara hafi verið þar í fríi.
Athugasemdir
banner
banner
banner