Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Keira Walsh á leið til Arsenal á frjálsri sölu
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Keira Walsh, sem var dýrasta fótboltakona heims þegar Barcelona keypti hana frá Manchester City fyrir tveimur árum, sé á leið til Arsenal á frjálsri sölu í sumar.

Walsh leikur sem miðjumaður og spilaði hún 77 leiki á tveimur árum með Barcelona, en komst ekki að samkomulagi um nýjan samning við félagið.

Walsh er 27 ára gömul og á hún 75 landsleiki að baki fyrir England.

Hún hefur unnið mikið af titlum á ferlinum þar sem hún vann EM með Englandi og endaði í öðru sæti á HM einu ári síðar. Þá hefur hún unnið Meistaradeild Evrópu síðustu tvö ár í röð með Barcelona, sem og spænsku deildina.

Walsh vann ensku deildina, bikarinn og deildabikarinn með Man City og verður gríðarlega mikilvægur liðsstyrkur fyrir Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner