Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 18. júlí 2022 22:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rotherham
Ákvað breytingarnar fyrir þremur dögum
Icelandair
Steini og Davíð Snorri
Steini og Davíð Snorri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg (fremst) var ein þriggja sem kom inn í byrjunarliðið.
Ingibjörg (fremst) var ein þriggja sem kom inn í byrjunarliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson var á fréttamannafundi eftir leik Íslands og Frakklands spurður út í viðbrögð liðsins eftir að hafa fengið mark á sig strax á fyrstu mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

„Já, algjörlega. Mér fannst við ekkert brotna við þetta, héldum okkur við það sem við ætluðum að gera. Við vorum búnar að ræða það aðeins að þó að við lentum 1-0 undir þá væri ekkert búið í þessu, við þyrftum að halda áfram, þyrftum að hugsa um að fara ekkert að opna okkur eða fara í það leikplan að keyra á þetta strax," sagði Steini.

„Við fórum yfir að við þyrftum að vera skipulögð og þolinmóð og mér fannst við vera það heilt yfir allan leikinn. Frammistaðan var frábær og ég er stoltur af henni," sagði Steini.

Þrjár breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Þær Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðný Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir komu inn í byrjunarliðið í kvöld fyrir þær Guðrúnu Arnardóttur, Elísu Viðarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.

Hvenær tókstu þá ákvörðun að gera þessar breytingar?

„Ég er alltaf með einhverjar pælingar í hausnum, var búinn að ákveða þetta fyrir þremur dögum að breyta þessu svona. Eftir fundinn með Davíð (Snorra Jónassyni) þá fór ég að skoða nákvæmlega hvað áherslubreytingu ég vildi gera, hvernig við vildum spila í gegnum pressuna þeirra, hvernig við vildum halda betur í boltann. Þá fannst mér þetta vera þær breytingar sem ég þurfti að gera," sagði Steini.

Fyrir þremur dögum hefur þá verið strax á föstudag, daginn eftir leik Íslands gegn Ítalíu. Davíð Snorri sá um að leikgreina franska liðið.

Sjá einnig:
Steini útskýrir breytingarnar - „Vonandi betra uppspil frá varnarmönnunum"
Stoltur af liðinu - „Var með símann í vasanum"
Athugasemdir
banner