Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. ágúst 2019 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir söfnuðu 690 þús fyrir Fanneyju
Mynd: Kórdrengir
Í sumar stóðu Kórdrengir fyrir styrktarsöfnun fyrir Fanney Eiríksdóttur sem greindist með krabbamein sl. sumar, gengin 20 vikur með son sinn.

Hún sigraði hug og hjörtu Íslendinga með hetjulegri baráttu við krabbameinið, en í júlí síðastliðin féll hún því miður frá.

Kórdrengir hófu söfnun fyrir Fanneyju í byrjun júní þar sem seldir voru bolir og gekk salan vel. Að auki var ákveðið í samstarfi við KV að selja inn á leik liðanna, þann 10. júlí, og rann allur ágóði sölunnar í þrjá styrktarsjóði, þar á meðal til Fanneyjar.

Heildarupphæð sem safnaðist fyrir Fanneyju í sumar er 690.537 kr.

Í dag afhenti félagið Gyðu Eiríksdóttur, systur Fanneyjar, peninginn sem mun renna til barna Fanneyjar.

Kórdrengir þakka öllum sem lögðu sitt af mörkum kærlega fyrirog einnig þökkum við Bílasölunni Diesel fyrir söluna á bolunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner