Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. ágúst 2019 17:05
Brynjar Ingi Erluson
PSG opið fyrir því að lána Neymar
Neymar gæti farið á láni frá Paris Saint-Germain
Neymar gæti farið á láni frá Paris Saint-Germain
Mynd: Getty Images
Franska félagið Paris Saint-Germain er opið fyrir því að lána brasilísku stórstjörnuna Neymar út timabilið með því skilyrði að hann verði keyptur næsta sumar.

Neymar kom til PSG frá Barcelona árið 2017 fyrir 222 milljónir evra en hann er afar ósáttur i Frakklandi og vill komast burt frá félaginu.

Hann var ekki í hópnum í fyrstu umferð frönsku deildarinnar og verður ekki í hópnum gegn Rennes í kvöld en spænsku félögin Barcelona og Real Madrid eru í viðræðum við PSG um að fá hann til Spánar.

Félögin virðast eiga í erfiðleikum með að fjármagna kaupin og er franska félagið því reiðubúið að lána hann út tímabilið með því skilyrði að hann verði keyptur næsta sumar.

PSG hefur hafnað öllum tilboðum sem innihalda leikmenn í skiptum og vill félagið fá að minnsta kosti 220 milljónir evra fyrir hann.

Það verður fróðlegt að sjá hvort félögin nái samkomulagi við PSG en ljóst er að framtíð Neymar liggur ekki hjá PSG.
Athugasemdir
banner
banner
banner