Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 18. september 2019 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferdinand ekki viss um að Hazard hafi tekið rétta ákvörðun
Hazard í leiknum í kvöld.
Hazard í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Belgíski kantmaðurinn Eden Hazard lék 70 mínútur í kvöld þegar Real Madrid tapaði 3-0 gegn Paris Saint-Germain í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Belgíski landsliðsmaðurinn var keyptur á 100 milljónir evra frá Chelsea í sumar, en hann var að byrja sinn fyrsta leik fyrir Madrídarfélagið eftir að hafa lent í meiðslum.

Fyrsti byrjunarliðsleikurinn fór ekki að óskum eins og má sjá með ofangreindum úrslitum.

Rio Ferdinand, fyrrum Manchester United, var sérfræðingur á BT Sport í kvöld. Hann setur spurningamerki við félagaskipti Hazard til Real Madrid.

„Ég óttast að hann hafi farið þangað á röngum tímapunkti. Liðið er að eldast, það er ekki á uppleið. Það er ekki mikill neisti í liðinu um þessar mundir. Þetta mun hafa áhrif á hann og endurspegla hann illa til langs tíma," sagði Ferdinand.

Peter Crouch, fyrrum framherji enska landsliðsins, var einnig hjá BT Sport í kvöld og talaði um Hazard.

„Hjá Chelsea var hann einn af fimm bestu leikmönnum í heimi en hann leit ekki út fyrir það í kvöld. Hjá Chelsea var hann aðalmaðurinn og allir leituðu til hans. Hann þarf að vinna fyrir því hjá Real Madrid," sagði Crouch.

Sjá einnig:
Ekki skot á markið í fyrsta sinn í 578 leikjum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner