Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 18. september 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Held að fólk búist við fáránlegum tölum í Inkasso"
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Gary Martin er orðinn næst markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar ásamt Hilmari Árna Halldórssyni.

Gary er búinn að spila 13 leiki með Val og ÍBV í sumar og hefur hann skorað 11 mörk í þeim leikjum. Hann er einu marki frá markahæsta manninum, Thomas Mikkelsen, þegar tvær umferðir eru eftir.

Sjá einnig:
Frábær árangur Gary - Orðinn næst markahæstur

Gary er frábær framherji að hafa í Pepsi Max-deildinni. Hann mun spila með ÍBV í Inkasso-deildinni næsta sumar og það verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir þar.

Hann skoraði þrennu gegn FH í dag. Eftir leik var hann spurður út í Inkasso-deildina.

„Ég held að fólk búist við fáránlegum tölum í Inkasso-deildinni. Fótbolti virkar samt ekki þannig því ég gæti spilað á vinstri kantinum á næsta tímabili, ég veit ekki hvar ég mun spila," sagði Gary.

„Ég myndi vilja spila á vinstri kantinum í einhverjum leikjum. Ég hef lést eins og ég hef talað um opinberlega. Ég fór úr því að vera target-striker í það að geta hlaupið aftur."

„Ég hlakka til næsta tímabils. Við verðum að komast beint aftur upp. Ég mun sakna þess að spila í Kaplakrika, mér finnst alltaf gaman að spila hér."

Viðtalið við Gary er hér að neðan í heild sinni.
Gary Martin um gullskóinn: Verð að reyna að ná honum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner