lau 18. september 2021 11:00
Aksentije Milisic
Guðni tekur við HK (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Þór Einarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks HK í kvennaflokki.

Guðni hætti með lið Tindastóls á dögunum en það féll úr Pepsi Max deild kvenna í lokaumferðinni. Guðni hafði stýrt liðinu í þrjú ár.

Hann þjálfaði Tindastól með Jóni Stefáni Jónssyni og nú í sumar með Óskari Smára Haraldssyni. Hann ákvað að flytja suður og hefur nú tekið við liði HK í Lengjudeildinni.

„Það er spennandi og krefjandi verkefni að taka við HK liðinu og ég hlakka mikið til að hefja störf fyrir félagið. HK er í mikilli uppsveiflu og hér vinna frábært starfsfólk og sjálfboðaliðar markvisst í að hafa umgjörðina og starfið eins og best verður ákosið," sagði Guðni í samtalið við heimasíðu HK.

„Stjórn HK er spennt fyrir komandi tímum hjá meistaraflokki kvenna og fagnar því að fá Guðna til starfa hjá félaginu," segir í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner