Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 18. september 2021 07:30
Victor Pálsson
Kaka segir Lukaku vera besta sóknarmann heims
Mynd: EPA
Romelu Lukaku er besti framherji heims í dag að sögn brasilísku goðsagnarinnar Kaka sem gerði garðinn frægan með AC Milan og Real Madrid.

Lukaku færði sig um set í sumar en hann skrifaði undir hjá Chelsea eftir góða dvöl hjá Inter Milan á Ítalíu.

Lukaku hefur byrjað virkilega vel með Chelsea og er þá yfirleitt alltaf öflugur í fremstu víglínu belgíska landsliðsins.

Að sögn Kaka er Lukaku númer eitt í heiminum og á undan mönnum á borð við Erling Haaland, Robert Lewandowski og Harry Kane.

„Romelu er númer eitt. Hann minnir mig á Adriano upp á sitt besta, hann er sterkur, gáfaður og hraður," sagði Kaka.

Adriano er fyrrum leikmaður Inter Milan sem var liðsfélagi Kaka í brasilíska landsliðinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner