Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 18. september 2022 14:49
Ívan Guðjón Baldursson
Boehly vildi ekki kaupmöguleika í lánssamningi Hudson-Odoi
Mynd: Getty Images

Callum Hudson-Odoi, efnilegur kantmaður Chelsea, er á láni hjá Bayer Leverkusen út tímabilið og búinn að spila í öllum leikjum liðsins frá komu sinni.


Hudson-Odoi býst ekki við að vera áfram hjá Leverkusen þar sem ekki fylgir kaupmöguleiki með lánssamningnum. Þá hefur leikmaðurinn rætt við Todd Boehly, nýjan eiganda Chelsea, sem vill byggja liðið upp á ungum leikmönnum.

„Todd Boehly ákvað að láta ekki kaupmöguleika fylgja með lánssamningnum. Hann sagði við mig að Chelsea vill fá mig aftur, að ég sé ennþá í framtíðaráformum félagsins," sagði Hudson-Odoi í viðtali við Daily Mail.

„Boehly er að reyna að kaupa mikið af efnilegum leikmönnum til félagsins. Það er mikilvægur partur af stefnunni sem hann vill að Chelsea taki."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner